TJALDSVÆÐI

Verð: Kr 2400 á mann nóttin

Fyrir fersku útivistargyðjurnar og garpana sem taka tjaldið fram yfir timbrið bjóðum við upp á rúmgott tjaldsvæði í fögru umhverfi rétt í hraunjaðrinum. Salerni og sturtur eru rétt við hendina sem og borð og bekkir á víð og dreif um svæðið. Gestir á tjaldsvæðinu geta líka hent sér í gömlu laugina þegar þeir vilja. Gestir á tjaldsvæði eru einnig velkomnir á morgunverðarhlaðborðið í veitingasalnum fyrir Kr 2700 á mann.

Ferðavagnar og húsbílar líka velkomnir.

Aðstaða
Sturtur
Salerni
Gamla laugin