UM OSS

Hveravellir liggja við Kjalveg hina fornu þjóðleið sem styst er milli norðurlands og suður. Stórbrotið hverasvæðið sem Hveravellir draga nafn sitt af er flokkað sem náttúruvætti og liggur það í norður jaðri hins flennistóra Kjalhrauns.

Staðsetningin miðja vegu milli norðurs og suðurs nokkurnvegin þar sem vatnaskil liggja og kúrandi milli stóru jöklanna tveggja Hofsjökuls og Langjökuls gerir það að verkum að útsýnið er stórbrotið jafnt að sumri og vetri. Hveravellir hafa lengi verið einn vinsælasti viðkomustaðurinn á hálendinu og gildir einu hvort ferðast er gangandi, ríðandi, akandi eða hjólandi, allir stoppa á Hveravöllum. Hægt er að finna fjölda gönguleiða og fagra hveri bubbland vatn og öskrandi gufu eða bara stillta kísilhveri.

Þeir sem eru meira í afslöppunarhugleiðingum hoppa í gömlu laugina eða setjast inn og pannta sér góðgæti henda sér inn á Internetið og leyfa fjarstöddum að njóta með sér.