LEIÐIRNAR TIL OKKAR

Staðsetningin

Hveravellir standa við Kjalveg (F35) um 200 kílómetra langur fjallvegur sem liggur milli Gullfoss í suðri niður í Blöndudal í norðri. Hveravellir eru um miðja vegu og er einnig jafn langt frá Hveravöllum hvort sem halda skal til höfustaðs norðurs eða suðurs. Akureyri og Reykjavík eru báðar í u.þ.b. 200 kílómetra fjarlægð.

Á eigin vegum

Kjalvegur er opinn flestum bílum yfir sumarmánuðina. Auðvitað eru fjórhjóladrifnir bílar bestir í leiðangurinn þar sem leiðin er að mestu gamall malarvegur. Það eru þó engar torfærur á leiðinni þannig að ef varlega er farið kemst hvaða bíll sem er þessa leið. Það er ekki eldsneytissala á Hveravöllum og þannig vill til að sama vegalengd er í allar nærliggjandi bensínstöðvar eða 110 km. Það eru Gullfoss, Blönduós eða Varmahlíð. Best er að fylla tankinn áður en lagt er á fjallið.

Með rútunni

Áætlunarferðir um Kjalveg

Yfir sumarmánuðina mun Gray Line halda úti áætlunarferðum um Kjalveg.

Frá 26 Júní til 4 September alla Mánudaga Miðvikudaga Föstudaga og Sunnudaga

Hálendisrútan frá Reykjavík

  • Brottför frá Rútustæði #5 við Hörpu Reykjavik 8:00
  • 08:10 Stutt stop hjá Orkunni v/Vesturlandsveg
  • Gullfoss 10:00 ( Eftir stutt stopp )
  • Hveravellir koma um 13:30
  • Hveravellir brottför  14:30
  • Geysir 18:00 ( Eftir stutt stopp )

Tilvalið að hoppa af rútunni á Hveravöllum og dvelja nótt eða tvær skoða fegurðina ganga slóðirnar eða slaka í lauginni áður en hoppað er í næstu rútu  til baka heim.