Naut og Bernaise 2024

Naut og Bernaise. Fastir liðir eins og venjulega. Við eldum þessa eðalmjúku nautalund og hellum yfir gómsætri fjallagóðri Bernaise sósu. Að venju byrjum við á humarsúpu með sjávarréttaspjóti og hvítlauksbrauði. Endum svo á heimagerðum eftirrétt og auðvitað kaffi með því.

Veislan verður Laugardaginn 23 mars en svo verður líka í boði að mæta á föstudeginum og aukanóttin með morgunmat verður á sérstöku tilboði. Þeir sem koma á föstudegi fá morgunmat á laugardagsmorgni en verða svo reknir út að leika í snjónum fram að kvöldmat. Fyrir þá sem frekar vilja slaka á yfir góðri bók og henda sér svo í pottinn verður það líka í boði.

Veisla og morgunverður.

Verð sem allir ættu að höndla og svo sérstakt glæsitilboð fyrir þá sem vilja aukanóttina á fjöllum.

*Ein nótt svefnpokapláss gamla skála með morgunverði og nautaveislu ISK 22.900 tilboð í tvær nætur m/ morgunverði ISK 27.900

*Ein nótt tveir í herbergi í Nýja Skála með morgunverði og nautaveislu ISK 27.900 á mann tilboð í tvær nætur m/ morgunverði ISK 32.900

*Ein nótt einn í herbergi Nýja Skála með morgunverði og nautaveislu ISK 41.900 Tilboð í tvær nætur m/ morgunverði ISK 47.900

Upplýsingar og bókanir / Bookings and more informations.

info@hveravellir.is

Pétur s: 6601366

P.S Við munum reyna að hafa milligöngu um að koma mönnum í samflot inn eftir ef áhugi verður fyrir hendi.