APPELSÍNUGULA SLÓÐIN

Þjófadalir, það hljómar í nafni þessu skýring á því hvers vegan bændum fortíðar var meinilla við hálendið. Þar höfðust þeir við sem illa þoldu dagsljósið sýslumannanna. Í þjófadölum er talið að sauðaþjófar hafi falið sig frá lögunum hér áður fyrr. Slóðin er aflíðandi mest yfir flatlendi fyrst yfir hraunið og svo taka við grónar sléttur þaktar fjallablómum og berjalyngi. Það eru víða ferskir fjallalækir til að bæta á göngubrúsann tæru vatni beint innan úr jökli. Leiðin liggur upp í gegn um skarð sem ber heitið “Þröskuldur” og þar efst í skarðinu blasa við þjófadalirnir. Ofaní dalnum kúrir Þjófadala skáli Ferðafélags Íslands. Þar er hægt að panta sér gistingu ef förinni er heitið áfram suður hina gömlu þjóðleið. Dalurinn er vel gróinn og fegurðin blasir við til allra átta. Á góðum degi geta ferskir göngumenn auðveldlega bætt inn göngu á Rauðkoll en þaðan er hreint magnað útsýni yfir fjallahringinn við Kjalveg eins og Hofsjökul, Kerlingafjöll, Langjökul og Hrútfell svo eitthvað sé nefnt.