Naut & Bernaise á Fjöllum

Jæja, loksins. Nú ætlum við að elda þetta eðalmjúka og bragðgóða nautakjöt og hella yfir það þeirri gómsætustu Bernaise sósu sem fjöllin hafa séð. En við ætlum að byrja á humarsúpu hlaðinni bestu humarhölum sem fást. Það verður svo eitthvað gott í lokin og auðvitað kaffi með því.
Laugardaginn 19 mars ætlum við að blása til veislunnar en svo verður líka í boði að mæta á föstudeginum og aukanóttin með morgunmat verður á sérstöku tilboði. Þeir sem koma á föstudegi verður gefinn morgunmatur og þeir svo reknir út að leika í snjónum fram að kvöldmat.
Veisla og morgunverður.
Verð sem allir ættu að höndla og svo sérstakt glæsitilboð fyrir þá sem vilja aukanóttina á fjöllum.
*Ein nótt svefnpokapláss gamla skála með morgunverði og nautaveislu ISK 18.900 tilboð í tvær nætur m/ morgunverði ISK 22.900
*Ein nótt tveir í herbergi nýja með morgunverði og nautaveislu ISK 21.900 á mann tilboð í tvær nætur m/ morgunverði ISK 28.900
*Ein nótt einn í herbergi nýja skála með morgunverði og nautaveislu ISK 32.900 Tilboð í tvær nætur m/ morgunverði ISK 38.900
Upplýsingar og bókanir / Bookings and more informations.
info@hveravellir.is
Pétur s: 6601366
P.S Við munum reyna að hafa milligöngu um að koma mönnum í samflot inn eftir ef áhugi verður fyrir hendi.