Jeppaferð með leiðsögn.

Langar þig að koma í helgarferð inn á miðhálendi undir leiðsögn frá einhverjum kunnugum staðháttum?

Helgarferð fyrir minna vana (og meira vana) en ferðaþyrsta jeppagarpa!

Núna helgina 8  – 10 apríl ætlum við á Hveravöllum þá að bjóða upp á leiðsögn inn Kjalveg á föstudegi. Leið verður valin eftir veðri og færð. Annaðhvort bara hefðbunda leið sem fylgir veginum að mestu en ef snjóalög leyfa þá bara beint af augum yfir Kjalhraunið. Á laugardegi verður gert eitthvað eftir veðri og færi, annaðhvort kíkt inn á jökul farið í Kerlingafjöll eða norður fyrir Hofsjökul í Ingólfsskála eða Laugafell ef hægt er. Sunnudagur fer svo í að koma sér heim aftur og þá vonandi suður Langjökul.

Við heimamenn á Hveravöllum munum fylgja hópnum inneftir á minnsta kosti 2 bílum og jafnvel fleirum og svo einnig á laugardeginum og sunnudeginum förum við með út að leika.

Hægt er að velja um gistingu annaðhvort í Gamla Skálanum í svefnpoka-skálagistingu eða þeim Nýja í herbergi með uppábúnu.

Boðið verður upp á súpu og brauð við komu inneftir á föstudag, morgunverðarhlaðborð laugardags og sunnudags morgun þar sem hægt verður að smyrja sér samloku til dagsins líka og svo lamba-ofnrétt eða hina frægu smalaböku Höllu á laugardagskvöldið með hina frægu skyrköku Eyvindar á eftir.

Þetta er auðvitað ferð fyrir breytta bíla sem eru sjálfbjarga í snjó. VHF stöð kostur!

Verðinu er stillt í hóf eins og hægt er:

Í svefnpokaplássi í Gamla Skála kr 23.000 á mann

Í herbergi í Nýja Skála mv 2 í herbergi kr 30.000 á mann

Nánari upplýsingar og bókanir:

info@hveravellir.is

Pétur s: 6601366