ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐIN

Þjónustumiðstöð fyrir Hveravelli er staðsett í Nýja Skála. Þar getur þú nálgast allar upplýsingar um svæðið. Einnig er þar að finna hlýlegan Veitingastað / Bar / Internet kaffihús.

Morgunverður er þar í boði frá klukkan 8:00 til 10:00 yfir sumartímann en yfir vetrartímann meira bara á þeim tíma sem hentar þér.

Frá 10:00 til klukkan 21:00 er síðan hægt að velja af matseðli ýmislegt góðgæti bæði fyrir lítið svanga eða glorhungraða og auðvitað líka ýmislegt fyrir sælkerana í hópnum. 

Á barnum eru í boði drykkir og súkkulaði og annað smálegt.

Afgreiðslan fyrir sturturnar klósettin og laugina er einnig í Þjónustumiðstöðinni.