LEIÐIRNAR TIL OKKAR

Staðsetningin

Hveravellir standa við Kjalveg (F35) um 200 kílómetra langur fjallvegur sem liggur milli Gullfoss í suðri niður í Blöndudal í norðri. Hveravellir eru um miðja vegu og er einnig jafn langt frá Hveravöllum hvort sem halda skal til höfustaðs norðurs eða suðurs. Akureyri og Reykjavík eru báðar í u.þ.b. 200 kílómetra fjarlægð.

Á eigin vegum

Kjalvegur er opinn flestum bílum yfir sumarmánuðina. Auðvitað eru fjórhjóladrifnir bílar bestir í leiðangurinn þar sem leiðin er að mestu gamall malarvegur. Það eru þó engar torfærur á leiðinni þannig að ef varlega er farið kemst hvaða bíll sem er þessa leið. Það er ekki eldsneytissala á Hveravöllum og þannig vill til að sama vegalengd er í allar nærliggjandi bensínstöðvar eða 110 km. Það eru Gullfoss, Blönduós eða Varmahlíð. Best er að fylla tankinn áður en lagt er á fjallið.

Með rútunni

Áætlunarferðir um Kjalveg

Því miður eru engar áætlanaferðir um Kjöl sem stendur. Það mun vonandi breytast.