Jólahlaðborð 2025

Enn eina ferðina fer Halla í betri fötin og boðar til jólahlaðborðs. Margir bíða spenntir  því þarna er á ferðinni mögulega besta jólahlaðborð landsins –

Laugardaginn 22 Nóvember Laugardaginn 29 Nóvember og Laugardaginn 6 Desember 2025 fer Eyvindur í búrið og fiskar upp girnilegar hátíðarkræsingarnar af betri sortinni. Það verður klárlega ekki síðri stemming en í fyrra. Það verður ekkert til sparað.

Á hlaðborðinu er allt þetta Íslenska hefðbundna ásamt einhverju innfluttu góðgæti. Má þar finna taðreykt hangilæri síld og rúgbrauð, kalkúnn  og purusteik, reyksoðna bleikju, grafinn lax og jafnvel eitthvað fleira villt úr umhverfinu. Allskonar dásemdar meðlæti og eftirréttir svo til að róa hugann.

Ef einhver á jeppa en vill síður ferðast einn á fjöllum að vetri til munum við reyna eftir fremsta megni að skipuleggja samflot eða leiðbeina eftir bestu getu.

Einnig er möguleiki að útvega far fyrir þá sem það vilja. Kostnaður við það kæmi sérstaklega.

 

Lúxus Jólahlaðborð og morgunverður.

Hófstillt verð fyrir hlaðborðið og gistingu og svo sérstakt glæsitilboð fyrir þá sem vilja auka nótt á fjöllum.

Ein nótt svefnpokapláss gamla skála með morgunverði og jólahlaðborði ISK 23.900* tilboð í tvær nætur m/morgunmat ISK 28.900*

Eða ein nótt í herbergi með uppábúnu rúmi í Nýja Skála miðað við 2 í herbergi með morgunmat og jólahlaðborði ISK 28.900* á mann og tilboð í tvær nætur m/morgunmat ISK 34.900* á mann

Ein nótt einn í herbergi Nýja Skála með morgunmat og jólahlaðborði ISK 42.900* Tilboð í tvær nætur m/morgunmat ISK 48.900*

* Gistináttaskattur  bætist við eins og við á.

Fyrir Bókanir og frekari upplýsingar, þá sendu okkur póst á hveravellir@hveravellir.is eða í síma 660 1366

 

Og svo er það auðvitað matseðillinn:

 

FORRÉTTIR

Karrýsíld með vorlauk og eplum

Rauðbeðusíld með rauðlauk

Dill og fennel grafinn lax með graflaxsósu

Reyktar andabringur með graskersmauki, trönuberjavinagrette og karamelluðum hnetum

Reyksoðin bleikja með grófkorna sinnepi og kryddjurtum

Grafinn hrossavöðvi með bláberjasósu

Hreindýrapaté með rabbabara og rauðlauks chutney

 

AÐALRÉTTIR

Purusteik

Kalkúnabringa

Hangikjöt með uppstúf og kartöflum

 

MEÐLÆTI

Heimalagað rauðkál, grænar baunir, eplasalat

laufabrauð, rúgbrauð, smjör

brúnaðar kartöflur, sætkartöflusalat

Rauðvínssveppasósa

 

DESSERT

Ris a la mandle með kirsuberjasósu

Súkkulaði og hindberjakaka með vanillurjóma

Appelsínu og kanilkaka með smjörkremi

 

Hveravellir Christmas Buffet 2025

The annual Christmas Buffet of the notorious Fjalla-Eyvindur and Halla will be held at Hveravellir on Saturday November 22nd Saturday 29th  and also Saturday Desember 6th    2025.

Nothing will be spared to make the event a magical experience in Hveravellir, situated on the high plateau of Iceland.

All the delicacies will be featured such as smoked lamb, herring and rúgbrauð, salmon and assortments from the wild life menu.

For those who have the required 4×4 jeep and do not want to travel alone in the mountains over winter we offer guiding north Kjölur and back. Experienced guides will be going back and forth both days.

We also have the facilities to offer the travel if you don’t have a vehicle suited.

The price is moderate for this experience, and includes the dinner, breakfast and lodging.

One night in dormitory sleeping bag accommodation in Old Hut with breakfast and buffet ISK 23.900 and special offer of ISK 28.900 for 2 nights

Or one night in room for 2 with made up bed in New Hut with breakfast and Christmas Buffet ISK 28.900per person, special offer of 2 nights with breakfast for 2 ISK 34.900

One night for one in room in New Hut with breakfast and Christmas Buffet ISK 42.900, special offer 2 nights with breakfast 48.900 ISK.

Booking and further information, send us an email to hveravellir@hveravellir.is or give us a call on 660-1366.