MAKE A RESERVATION

 apr 4th 2019

YOGA NATURE RETREAT 2019


YOGA NATURE RETREAT 2019

12-14 apríl á Hveravöllum. Aðeins 24 pláss í boði!

Helgin er fyrir þá sem vilja upplifa yoga og hugleiðslu upp á miðju hálendi í algjörri ró. Það verður farið inná við, borðaður hollur grænmetismatur og hreinsandi safar, drukkið 100% kakó, gengið í náttúrunni og slakað á í heitu lauginni.

Hveravellir eru á miðju hálendinu á Kjalarveginum milii Langjökuls og Hofsjökuls. Í algjörlega villtri náttúru í kyrrð og fegurð.

Endilega heyrðu í okkur með ferðatilhögun – bjóðum upp á nokkra kosti.

VERÐ – með mat
39.000 kr
– Grænmetis og heilsufæði, meiri upplýsingar um matarprógram hér – solvi@lifefood.is

FERÐIR:
Við bjóðum upp á að ferja fólk frá Blöndulón (þangað er fólksbílafært). Ferðalagið þaðan er 45 mínútur – og kostar 10 þús. kr. fram og tilbaka.

GISTING
Gist er í skála. Hægt er að bóka gistingu í einkaherbergi fyrir 10 þús. kr. á mann (m.v. tvo í herbergi)

UM STAÐARHALDARA
Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina: ,, Á eigin Skinni“, þar sem hann deilir alls kyns hefðbundnum og óhefðbundnum ráðum um heilsu, sem hann hefur lært um heim allan á undanförnum áratug.

Brynja Bjarnadóttir er Yogakennari (RYS 200) sem útskrifaðist sumarið 2014 frá Hawaii, Maui Yoga Shala. Hún kynntist Yoga að alvöru árið 2011 og hefur stundað það síðan, ásamt því að tileinka sér lífstíl og hugsunarátt þess.

Sölvi Avo Pétursson útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann er einnig menntaður hláturjóga leiðbeinandi og er því eins konar Næringarfræðingur með meistaragráðu í leikgleði.

Helgi Jean Claessen er viðskiptafræðingur með tvær MSc gráður í markaðsfræði og stjórnun. Hann drekkur kakó – og hefur haldið úti heilsuráðstefnunni Bara það Besta 2019.