MAKE A RESERVATION

 feb 12th 2020

Naut & Bernaise á Fjöllum

 

Enn á ný komum við með góða ástæðu að storma til fjalla. Nú ætlum við að elda þetta eðalmjúka og bragðgóða nautakjöt og hella yfir það þeirri gómsætustu Bernaise sósu sem fjöllin hafa séð. En við ætlum að byrja á humarsúpu hlaðinni bestu humarhölum sem fást. Það verður svo eitthvað gott í lokin og auðvitað kaffi með því.

Laugardaginn 28 mars ætlum við að blása til veislunnar en svo verður líka í boði að mæta á föstudeginum og ef veður leyfir ætlum við að skreppa í bíltúr yfir í Laugafell til að gera samanburð á lauginni þar. Það verða menn sem þekkja leiðina vel sem leiða hópinn. Ef ekki eru aðstæður til að fara í Laugafell þá verður bara farið eitthvað annað. 

Veisla og morgunverður.

Verð sem allir ættu að höndla og svo sérstakt glæsitilboð fyrir þá sem vilja aukanóttina á fjöllum.

*Ein nótt svefnpokapláss gamla skála með morgunverði og nautaveislu ISK 14.900 tilboð í tvær nætur m/morgunm ISK 19.000

*Ein nótt tveir í herbergi nýja með morgunmat og nautaveislu ISK 18.500 á mann tilboð í tvær nætur m/morgunmat ISK 26.300

*Ein nótt einn í herbergi nýja skála með morgunmat og nautaveislu ISK 28.900 Tilboð í tvær nætur m/morgunmat ISK 35.700

Upplýsingar og bókanir / Bookings and more informations.

info@hveravellir.is

Pétur s: 6601366

Fyrir þá sem eiga jeppann til að komast en vilja ekki ferðast einir á fjöllum að vetri til ætlum við að bjóða upp á leiðsögn norður Kjöl. Menn sem gjörþekkja leiðina munu fara inneftir bæði á föstudeginum og laugardagsmorgninum. Búast má við að færð kalli á breytta jeppa.

Einnig er möguleiki að útvega far fyrir þá sem það vilja. Kostnaður við það kæmi sérstaklega.