MAKE A RESERVATION

 okt 9th 2019

Jólahlaðborð 2019

Jólahlaðborð Fjalla-Eyvindar og Höllu – Laugardaginn 30. nóvember 2019

Þegar þau hjúin blása til jólahlaðborðs kvöldið fyrir fullveldisdaginn, sem einnig er fyrstur í aðventu þetta árið verður ekkert til sparað.

Taðreykt hangilæri á beini (auðvitað stolið) síld og rúgbrauð, kalkúnn (villtur) og hamborgarhryggur reyktur lax og jafnvel eitthvað fleira villt úr umhverfinu er meðal þess sem finna má á fjalla-matseðlinum. Allskonar dásemdar meðlæti og eftirréttir svo til að róa hugann.

Fyrir þá sem eiga jeppann til að komast en vilja ekki ferðast einir á fjöllum að vetri til ætlum við að bjóða upp á leiðsögn norður Kjöl. Menn sem gjörþekkja leiðina munu fara inneftir bæði á föstudeginum og laugardagsmorgninum.

Einnig er möguleiki að útvega far fyrir þá sem það vilja. Kostnaður við það kæmi sérstaklega.

Lúxus Jólahlaðborð og morgunverður.

Verð sem allir ættu að höndla og svo sérstakt glæsitilboð fyrir þá sem vilja auka nótt á fjöllum.

Ein nótt svefnpokapláss gamla skála með morgunverði og jólahlaðborði ISK 14.900 tilboð í tvær nætur m/morgunm ISK 19.900

Eða ein nótt í herbergi með uppábúnu rúmi í Nýja Skála miðað við 2 í herbergi með morgunmat og jólahlaðborði ISK 18.500 á mann og  tilboð í tvær nætur m/morgunmat ISK 26.300 á mann

Ein nótt einn í herbergi nýja skála með morgunmat og jólahlaðborði ISK 28.900 Tilboð í tvær nætur m/morgunmat ISK 35.700

Bókanir og frekari upplýsingar, þá sendu okkur póst á hveravellir@hveravellir.is eða í síma 660 1366

Og svo er það auðvitað matseðillinn:

FORRÉTTIR

Jólasíld, & epla-karrysíld
Rúgbrauð, snittubrauð, laufabrauð & smjör
Eldreyktur lax með síturs sósu
Sveitapaté með cumberland sósu
Fennelgrafinn lax hunangsdillsósa

AÐALRÉTTIR

Hunangsgljáðar kalkúnabringur
Gljáður Hamborgarhryggur

Heitt

Hangikjöt á beini að hætti fjallamanna
Madeirakremsósa
Kartöflur í Uppstúf

Meðlæti

Waldorf salat & grænar baunir
Heimalagað rauðkál með kanil og sólberjum
Kartöflusalat
Ferst salat

DESSERT

Heimalagaður ís að hætti Höllu og eplakaka úr smiðju Eyvindar

Mögulega luma þau hjú á skyrköku úr stolnu skyri frá bændum í Svínadal