MAKE A RESERVATION

 des 15th 2019

Þorrablót – 25 Janúar 2020

Þorrablót á fjöllum

Þorrablót Fjalla- Eyvindar og Höllu – 25 janúar 2020 á Hveravöllum

Traditional food of Iceland – Once in a lifetime (this winter) experience.

Við sláum hvergi af í veisluhöldum á fjöllum, því hvergi er betra að vera. Við höldum Þorrablót 25. janúar 2020 með öllu því sem fylgir. Þetta er orðið að árlegum viðburði og klingir í fjöllum af eftirvæntingu.

Lúxus Þorrahlaðborð og morgunverður.

Verð sem allir ættu að höndla og svo sérstakt glæsitilboð fyrir þá sem vilja aukanóttina á fjöllum.

*Ein nótt svefnpokapláss gamla skála með morgunverði og þorrabakka ISK 14.500 tilboð í tvær nætur m/morgunm ISK 18.100

*Ein nótt tveir í herbergi nýja með morgunmat og þorrabakka ISK 18.500 á mann tilboð í tvær nætur m/morgunmat ISK 25.500

*Ein nótt einn í herbergi nýja skála með morgunmat og þorrabakka ISK 28.900 Tilboð í tvær nætur m/morgunmat ISK 35.700

Upplýsingar og bókanir / Bookings and more informations.

info@hveravellir.is

Pétur s: 6601366

Fyrir þá sem eiga jeppann til að komast en vilja ekki ferðast einir á fjöllum að vetri til ætlum við að bjóða upp á leiðsögn norður Kjöl. Menn sem gjörþekkja leiðina munu fara inneftir bæði á föstudeginum og laugardagsmorgninum. Búast má við að færð kalli á breytta jeppa.

Einnig er möguleiki að útvega far fyrir þá sem það vilja. Kostnaður við það kæmi sérstaklega.