MAKE A RESERVATION

Fyrir þá sem vilja dvelja næturlangt á Hveravöllum bjóðum við uppá svefnpokagistingu í 8 til 12 manna herbergjum og einnig einkaherbergi með uppábúnum rúmum. Svo má ekki gleyma tjaldsvæðinu.

Svefnpokagistingin er í Gamla Skálanum en einkaherbergin í Nýja Skálanum.

Nýji Skálinn

5P1A0363

Í Nýja Skálanum sem nýlega hefur gengið í endurnýjaða lífdaga er boðið upp á gistingu í herbergjum með uppábúnum rúmum og morgunverð inniföldum. Baðherbergi eru sameiginleg.

Meira

Gamli Skálinn

old_hut11-1024x768b

Gamli Skálinn skiptist í þrjá svefnsali eldhús og salerni. Gamla ferðafélagsstemmingin svífur yfir vötnum jafnt fyrir einstaklinga, litla hópa, fjölskyldur eða vini.

Meira

Tjaldsvæðið

Á Hveravöllum er öndvegis hálendis-tjaldsvæði á grónu svæði við hraunjaðarinn. Gestir hafa aðgang að snyrtingum, sturtum, útiborðum og kolagrilli.

Meira